Dóttir Önnu Nicole Smith erfir móður sína

Larry Birkhead ásamt Dannielynn dóttur sinni og Önnu Nicole Smith
Larry Birkhead ásamt Dannielynn dóttur sinni og Önnu Nicole Smith HO

Dóttir Önnu Nicole Smith, hin átján mánaða gamla Dannielynn Hope, mun erfa eignir móður sinnar, samkvæmt úrskurði dómara í Los Angeles í dag. Dómarinn, Mitchell Beckloff, kvað einnig upp þann úrskurð að stofna ætti sjóð í nafni stúlkunnar. Faðir hennar, Larry Birkhead og Howard K. Stern, skiptaráðunautur dánarbús Önnu Nicole Smith eiga að stýra sjóðnum.

Í erfðaskrá sem Smith gerði árið 2001, fimm árum fyrir fæðingu Dannielynn, arfleiddi hún son sinn, Daniel af öllum eigum sínum. En ef hún myndi eignast fleiri börn í framtíðinni þá átti hann að deila sjóðnum með þeim.  Daniel var einungis tvítugur er hann lést árið 2006, þremur dögum eftir fæðingu Dannielynn.

Lögfræðingur Stern hafði þetta um málið að segja eftir að dómari kvað upp úrskurð sinn í dag: „Við og Stern töldum ávallt að Anna Nicole hafi aldrei ætlað að  gera dóttur sína arflausa. Ég er ánægður með að geta sagt að þessum kafla sögunnar er lokið".

Dannielynn gæti erft milljónir dala ef dánarbúið vinnur dómsmál þar sem bitist er um erfðaskrá eiginmanns Smiths, J. Howard Marshall, sem arfleiddi Smith af stærstum hluta eigna sinna. Ættingjar hans hafa í mörg barist fyrir því að fá erfðaskránni hnekkt fyrir dómi. Er dánarbú Marshall metið á yfir 30 milljarða dala.

Anna Nicole Smith lést í febrúar á síðasta ári úr ofneyslu lyfja. Eftir lát hennar kom í ljós að ljósmyndarinn Birkhead væri faðir Dannielynn en Stern, lögfræðingur fyrirsætunnar og elskhugi, vildi einnig meina að hann væri faðirinn.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir