Leatherface á afmæli í dag

Gunnar sem Leatherface í The Texas Chainsaw Massacre.
Gunnar sem Leatherface í The Texas Chainsaw Massacre.

Vest­ur-Íslend­ing­ur­inn og Keðju­sagamorðing­inn sjálf­ur Gunn­ar Han­sen fagn­ar 61 árs af­mæli sínu í dag. 

Gunn­ar fædd­ist í Reykja­vík 4. mars 1947 og flutti til Maine í Banda­ríkj­un­um 5 ára gam­all.  11 ára gam­all flutt­ist hann til Texas. Þar út­skrifaðist hann úr há­skóla með gráðu í ensku og stærðfræði og í fram­halds­námi nam hann skandi­nav­ísk fræði og ensku. 

Hans verður ávallt minnst helst fyr­ir hlut­verk sitt í mynd Tobe Hooper "The Texas Chainsaw Massacre" frá ár­inu 1974 þar sem hann lék hinn fræga Le­atherface.  Það er óhætt að segja að með þátt­töku sinni í þeirri mynd hef­ur Gunn­ar áunnið sér ævi­langa aðdáun frá mörg­um hryll­ings­myndaunn­end­um og það þykja stórtíðindi ef hann mæt­ir á hryll­ings­mynda­hátíðir víða um heim. 

Nokkr­ar staðreynd­ir um Gunn­ar:

Spilaði ruðning á skóla­ár­um sín­um og starfaði sem út­kast­ari áður en hann fékkst við leik­list. 

Gunn­ar rakaði af sér skeggið til að leika Le­atherface.  Hann hef­ur aldrei síðan rakað sig.

Hann not­ast við keðju­sög a.m.k. í einni mynd á hverj­um ára­tug.

Hon­um var boðið að leika í 2003 end­ur­gerðinni en afþakkaði og fannst það slæm hug­mynd að ráðast í það verk­efni. 

Vænt­an­leg mynd hjá Gunn­ari ber heitið Reykja­vík Whale Watching Massacre og er leik­stýrt af Júlí­us Kemp.

Heim­ild­ir fengn­ar frá kvik­mynda­vefn­um IMDB

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir