Vestur-Íslendingurinn og Keðjusagamorðinginn sjálfur Gunnar Hansen fagnar 61 árs afmæli sínu í dag.
Gunnar fæddist í Reykjavík 4. mars 1947 og flutti til Maine í Bandaríkjunum 5 ára gamall. 11 ára gamall fluttist hann til Texas. Þar útskrifaðist hann úr háskóla með gráðu í ensku og stærðfræði og í framhaldsnámi nam hann skandinavísk fræði og ensku.
Hans verður ávallt minnst helst fyrir hlutverk sitt í mynd Tobe Hooper "The Texas Chainsaw Massacre" frá árinu 1974 þar sem hann lék hinn fræga Leatherface. Það er óhætt að segja að með þátttöku sinni í þeirri mynd hefur Gunnar áunnið sér ævilanga aðdáun frá mörgum hryllingsmyndaunnendum og það þykja stórtíðindi ef hann mætir á hryllingsmyndahátíðir víða um heim.
Nokkrar staðreyndir um Gunnar:
Spilaði ruðning á skólaárum sínum og starfaði sem útkastari áður en hann fékkst við leiklist.
Gunnar rakaði af sér skeggið til að leika Leatherface. Hann hefur aldrei síðan rakað sig.
Hann notast við keðjusög a.m.k. í einni mynd á hverjum áratug.
Honum var boðið að leika í 2003 endurgerðinni en afþakkaði og fannst það slæm hugmynd að ráðast í það verkefni.
Væntanleg mynd hjá Gunnari ber heitið Reykjavík Whale Watching Massacre og er leikstýrt af Júlíus Kemp.
Heimildir fengnar frá kvikmyndavefnum IMDB