Ópersöngvarinn di Stefano látinn

Giuseppe di Stefano.
Giuseppe di Stefano. AP

Tenórinn Giuseppe di Stefano er látinn 86 ára að aldri. Di Stefano, sem hefur verið kallaður einn af mestu tenórum 20. aldar, lést á heimili sínu sem er skammt frá Mílanó á Ítalíu.

Di Stefano, sem fæddist á Sikiley, var þekktur fyrir að hafa kraftmikla rödd og fyrir að hafa sungið dúetta með Mariu Callas.

Þekktustu óperuhlutverk hans voru í Rigoletto eftir Verdi og Lucia di Lammermoor eftir Donizetti.

Di Stefano náði sér aldrei að fullu eftir að ráðist hafði verið á hann er hann var í fríi í Kenýa árið 2004. Hann gekkst undir tvær aðgerðir eftir að óþekktir árásarmenn veittu honum höfuðhögg. Hann hlaut höggið þegar hann reyndi að koma eiginkonu sinni til varnar þegar árásarmennirnir reyndu að stela hálsmeninu hennar.

Ferill di Stefano hófst á sjötta áratugnum. Hann söng í þekktustu óperuhúsum heims, m.a. í Mílanó, New York og Vín. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan