Segir ummæli Cotillard slitin úr samhengi

Marion Cotillard
Marion Cotillard Reuters

Vincent Toledano, lögmaður frönsku leikkonunnar Marion Cotillard, segir það aldrei hafa verið ætlun hennar að draga það í efa að Tvíburaturnarnir í New Yorkhafi hrunið í kjölfar hryðjuverkaárásar. Þá segir hann ummæli hennar hafa verið slitin úr samhengi og að hún harmi það mjög.

Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér hvort fréttir af ummælum hennar muni standa í vegi fyrir hugsanlegum frama hennar í Hollywood.

The Envelope

 Cotillard velti upp þeim möguleika í viðtali við franska sjónvarpsstöð á síðasta ári að stjórn Bandaríkjanna kynni að vera viðloðin árásirnar.  „Við höfum séð svipaða turna verða fyrir árásum flugvéla. Brunnu þeir? Einn turn á Spáni logaði í 24 tíma og hann hrundi ekki. En turnarnir í New York hrundu á nokkrum mínútum,“ sagði 32 ára gamla leikkonan. 

Til að bæta gráu ofan á svart þá dró Cotillard það stórlega í efa í sama viðtali að maður hafi gengið á tunglinu.  „Ég sá helling af heimildarmyndum um efnið og fór að velta hlutunum fyrir mér.  Ég trúi að minnsta kosti ekki öllu sem mér er sagt,“ sagði leikkonan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar