Steve-O í vandræðum

Steve-O
Steve-O

Steve-O, Íslandsvinurinn og stjarnan úr „Jackass", þurfti að sæta borgaralegri handtöku sl. sunnudagskvöld af hálfu nágranna síns þegar prakkarinn víðfrægi var að brjóta allt og bramla í íbúðinni sinni. Hann var svo settur í varðhald hjá lögreglunni í Los Angeles.

Steve-O hefur reglulega verið að lenda í deilum við umræddan nágranna sinn, sem er lögfræðingur, og hefur m.a. sett myndskeið af deilum þeirra inn á vefsíðuna youtube.com. 

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Steve-O hefur komist í kast við lögin.  Í maí 2003 var hann handtekinn með alsælutöflur og marijúana í fórum sínum.  Í júlímánuði á sama ári var hann handtekinn í Pennsylvaniu fyrir að kasta þvagi á kartöfluflögur meðan á tónleikum stóð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Loka