Fær 200 milljónir fyrir að syngja

Whitney Houston
Whitney Houston AP

Söngkonan Whitney Houston mun að öllum líkindum fá greiddar þrjár milljónir dala (tæpar 200 milljónir kr.) fyrir að koma fram á fjáröflunartónleikum í London fyrir styrktarsjóð barna sem milljarðamæringurinn John Caudwell skipuleggur.

Að sögn ónefnds heimildarmanns er það Caudwell mjög mikilvægt að sjóðurinn fái umfjöllun í fjölmiðlum og vonast hann til að nafn Houston muni gera gæfumuninn í þeim efnum. Whitney Houston hefur lítið komið fram á undanförnum árum en á allra seinustu misserum hefur hún verið að koma lífi sínu á réttan kjöl eftir að hafa sokkið nokkuð djúpt í neyslu fíkniefna. Það vakti hins vegar mikla athygli þegar hún mætti til Fashion Rocks hátíðarinnar í Royal Albert Hall í október á síðasta ári og svo hélt hún tónleika á Live and Loud tónlistarhátíðinni í Kuala Lumpur í Malasíu í desember sama ár.

Barátta Houston við áfengi og eiturlyf komst fyrst í fréttirnar árið 2000 þegar hún og þáverandi eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Bobby Brown, voru handtekin fyrir að hafa undir höndum maríjúana á flugvelli í Hawaii. Síðar það ár vakti það mikla athygli þegar hún afboðaði sig með 10 mínútna fyrirvara á tónleika til heiðurs plötuframleiðandanum Clive Davis þegar Davis var hleypt inn í frægðarhöll rokksins. Houston skildi við Bobby Brown í fyrra eftir 15 ára hjónaband.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir