Paris Hilton í My Name Is Earl

Leikur sjálfa sig
Leikur sjálfa sig Reuters

Aðdáendur grínþáttanna My Name is Earl geta heldur betur kæst því engin önnur en Paris Hilton mun leika gestahlutverk í einum þáttanna, að því er fram kemur á fréttavef Fox News.

Sjónvarpsstöðin NBC auglýsir þáttinn grimmt en þátturinn verður klukkustunda langur og er sá fyrsti eftir að hlé varð á þáttaröðinni í kjölfar handritaverkfallsins. 

Hilton mun leika sjálfa sig og kemur hún fram í draumsýn hjá Earl eftir að hann hefur verið sleginn í rot. „Þegar við ákváðum að setja Paris Hilton í handritið vorum við ekki vissir um hvaða leikkonu við ætluðum að nota.  En eftir þrotlausa leit sættumst við á frekar óþekkta leikkonu að nafni Paris Hilton“ var haft eftir Greg Garcia, framleiðanda þáttanna. 

Þátturinn verður sýndur vestanhafs 3. apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir