Alþjóðlega leiklistarhátíðin LÓKAL hefst í Reykjavík í dag, en í henni taka þátt bæði erlendir og innlendir leikhópar. Opnunarsýningin er á vegum New York City Players.
Síðdegis í dag var franski leikhópurinn Vivarium Studio að leggja lokahönd á undirbúning sýningar sinnar, L'Effet de Serge, í Smiðjunni, leikrými Listaháskólans við Sölvhólsgötu, og var Sítróenbifreið af því tilefni ekið inn á leiksviðið.
Allar nánari upplýsingar um hátíðin má finna á vef hennar.