Yfirlýsing frá Björk Guðmundsdóttur

Björk á tónleikum utan við óperuhúsið í Sydney nýlega
Björk á tónleikum utan við óperuhúsið í Sydney nýlega AP

Eins og fram hef­ur komið vöktu tón­leik­ar Bjark­ar Guðmunds­dótt­ur í Sj­ang­hæ á sunnu­dag­inn mikla at­hygli, en þar til­einkaði söng­kon­an Tíbet­um lagið Declare In­dependence. Ákvörðun Bjark­ar hef­ur valdið nokkr­um titr­ingi í Kína, og hafa fjöl­miðlar víða um heim fjallað um málið. Morg­un­blaðið óskaði eft­ir viðbrögðum Bjark­ar vegna máls­ins, og hef­ur í kjöl­farið borist eft­ir­far­andi yf­ir­lýs­ing frá söng­kon­unni:

"Ég hef verið beðin um að senda frá mér yf­ir­lýs­ingu í kjöl­far þess að hafa til­einkað bæði Kósóvó og Tíbet lagið Declare In­dependence við sitt hvort til­efnið.

Ég legg mikla áherslu á að ég er ekki stjórn­mála­maður, held­ur fyrst og fremst tón­list­armaður, og sem slík­ur tel ég að mér beri skylda til þess að tjá all­ar hugs­an­leg­ar mann­leg­ar til­finn­ing­ar. Þörf­in til þess að lýsa yfir sjálf­stæði er aðeins ein þeirra, en þó mjög mik­il­væg til­finn­ing sem all­ir finna fyr­ir á ein­hverj­um tíma­punkti í lífi sínu. Þetta lag var í raun samið með ein­stak­ling­inn í huga, en sú staðreynd að lagið hef­ur verið túlkað eins vítt og mögu­legt er, yf­ir­fært yfir á und­irokaða þjóð, veit­ir mér mikla ánægju.

Ég óska öll­um ein­stak­ling­um og þjóðum góðs geng­is í bar­áttu þeirra fyr­ir sjálf­stæði.

Rétt­læti!

Með hlýhug, Björk."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Vitund þín hefur gjörbreyst og sömuleiðis dagskráin hjá þér. Gættu þess að hleypa ekki of mörgum að þér og vandaðu val þeirra sem komast að.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Vitund þín hefur gjörbreyst og sömuleiðis dagskráin hjá þér. Gættu þess að hleypa ekki of mörgum að þér og vandaðu val þeirra sem komast að.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son