Eurobandið fær uppreisn æru

Eurobandið
Eurobandið mbl.is/Eggert

Merkustu tíðindin af Lagalistanum þessa vikuna eru þau að lögin tvö sem börðust hvað harðast um toppsætið í undankeppni Evróvisjón, „Fullkomið líf“ með Eurobandinu og „Ho, Ho, Ho, We Say Hey, Hey, Hey“ með teknó-tröllunum í Merzedes Club, hafa nokkurn veginn skipt um sæti síðan síðast og nú eru sigurvegarar keppninnar komnir í annað sætið, en Rebekka og félagar í Merzedes Club detta niður í það áttunda.

Ef marka má þessi umskipti er þjóðin að sameinast um „Fullkomið líf“, eftir að hafa klofnað í tvennt eftir tónlistarsmekk í aðdraganda úrslitakvöldsins.

Haffi Haff stekkur nýr inn á listann úr sömu átt og beint í tíunda sætið, en hann reyndi fyrir sér í Laugardagslögunum með laginu „The Wiggle, Wiggle Song“ eftir Svölu Björgvins. Hann komst þó ekki í úrslit, enda lenti hann í sterkum riðli með Ragnheiði Gröndal og Merzedes Club. Mörgum sveið það að sjá Haffann sinn ekki í úrslitum og aðdáendur hans hafa greinilega ekki sagt skilið við sinn mann enn.

Félagarnir úr Á móti sól sitja sem fastast í efsta sætinu þar sem þeir komu sér fyrir með lagið „Árin“ fyrir fimm vikum og sýna engin merki um að ætla að eftirláta það öðrum í bráð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen