Eurobandið fær uppreisn æru

Eurobandið
Eurobandið mbl.is/Eggert

Merkustu tíðindin af Lagalistanum þessa vikuna eru þau að lögin tvö sem börðust hvað harðast um toppsætið í undankeppni Evróvisjón, „Fullkomið líf“ með Eurobandinu og „Ho, Ho, Ho, We Say Hey, Hey, Hey“ með teknó-tröllunum í Merzedes Club, hafa nokkurn veginn skipt um sæti síðan síðast og nú eru sigurvegarar keppninnar komnir í annað sætið, en Rebekka og félagar í Merzedes Club detta niður í það áttunda.

Ef marka má þessi umskipti er þjóðin að sameinast um „Fullkomið líf“, eftir að hafa klofnað í tvennt eftir tónlistarsmekk í aðdraganda úrslitakvöldsins.

Haffi Haff stekkur nýr inn á listann úr sömu átt og beint í tíunda sætið, en hann reyndi fyrir sér í Laugardagslögunum með laginu „The Wiggle, Wiggle Song“ eftir Svölu Björgvins. Hann komst þó ekki í úrslit, enda lenti hann í sterkum riðli með Ragnheiði Gröndal og Merzedes Club. Mörgum sveið það að sjá Haffann sinn ekki í úrslitum og aðdáendur hans hafa greinilega ekki sagt skilið við sinn mann enn.

Félagarnir úr Á móti sól sitja sem fastast í efsta sætinu þar sem þeir komu sér fyrir með lagið „Árin“ fyrir fimm vikum og sýna engin merki um að ætla að eftirláta það öðrum í bráð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan