Í dag hófst almenn kosning á vef bresku tónlistarverðlaunanna um hljómplötu ársins en Garðar Thór Cortes er tilnefndur fyrir plötu ársins. Kosningin er opin öllum en Garðar keppir þar á móti átta öðrum plötum.
The Classical Brit Awards, eins og hátíðin heitir, eru Bresku
tónlistarverðlaunin í klassískri tónlist en verðlaunin verða afhent
í Royal Albert Hall í maí nk.
Í fréttatilkynningu frá umboðsmanni Garðars kemur fram að þetta er eini flokkurinn sem almenningi gefst kostur á að kjósa um en kosningin mun fara fram á heimasíðu verðlaunanna.