Patrick Swayze með krabbamein

Slúðurblaðið National Enquirer birti í gær frétt þess efnis að leikarinn Patrick Swayze hefði fengið krabbamein í bris og það síðan breiðst þaðan út. Fullyrti blaðið að Swayze ætti mjög skammt eftir ólifað og væri að undirbúa sig fyrir kveðjustundina.

Í gærkvöldi sendi blaðafulltrúi leikarans út yfirlýsingu þar sem það var staðfest að Swayze hefði nýlega greinst með krabbamein í brisi en haft var eftir lækni hans: „Okkur sýnist meðferð ganga vel enn sem komið er. Fréttir af heilsufari hans og batahorfum eru stórlega ýktar. Við erum talsvert bjartsýnni en þar er haldið fram,“ sagði læknir Swayze. Blaðafulltrúinn bætti því við að Swayze væri mjög þakklátur fyrir stuðninginn sem hann hefði fundið fyrir frá aðdáendum eftir að fréttin spurðist.

Krabbamein í brisi er banvænasta tegund krabbameins meðal Bandaríkjamanna, meðal annars vegna þess að það greinist yfirleitt seint. Aðeins fimm prósent sjúklinga eru enn á lífi fimm árum eftir greiningu.

Patrick Swayze
Patrick Swayze Reuters
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka