Richards og Sheen kljást

Denise Richards og Charlie Sheen þegar allt var í góðu
Denise Richards og Charlie Sheen þegar allt var í góðu AP

Bandaríska leikkonan Denise Richards er æf út í fyrrverandi eiginmann sinn, leikarann Charlie Sheen.  Sheen reynir eftir fremsta megni að fá meira forræði yfir börnum þeirra og hefur hann ráðist að nýjum raunveruleika þætti hennar. 

Sheen heldur því fram að þátturinn muni notfæra sér dætur hans og hefur hann hvatt foreldra sem og aðdáendur að hunsa þáttinn.  Hann tapaði dómsmáli þar sem hann reyndi að fella þáttinn niður og Richards segir að þetta séu aðgerðir hjá „mjög reiðum manni“. Hún bætti við „þessi lögsókn var ekki út af dætrum okkar, hún var út af mér.  Úr því að hann gat ekki breytt forræðissamningnum þá vill hann að þátturinn minn fari ekki í loftið“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar