Sýna revíu um bæjarlífið

 „Við þökkum Guði fyrir að búa ekki í Reykjavík. Við hefðum hvorki haft tíma né ímyndunarafl til að skrifa um þann farsa sem þar fór í gang. Við vorum reyndar að hugsa um að senda bæjarstjórninni þakkir fyrir að láta þetta ekki gerast hér,“ segir Rúnar Hannah úr hljómsveitinni Breiðbandinu en hljómsveitarmeðlimir sömdu revíu fyrir Leikfélag Keflavíkur sem frumsýnd verður í Frumleikhúsinu annað kvöld.

Breiðbandið er þekkt fyrir að blanda saman gríni og tónlist. „Þetta var hugmynd sem kom upp í fyrra, að fá Breiðbandið til að semja revíu fyrir okkur. Þeir skrifuðu þetta á mánuði,“ segir Guðný Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Leikfélags Keflavíkur og leikari og aðstoðarleikstjóri í sýningunni sem nefnist „Bærinn breiðir úr sér“.

„Okkur dauðbrá þegar við vorum beðnir um þetta en auðvitað er þetta mikill heiður,“ segir Rúnar. Hann segir að furðu vel hafi gengið að semja verkið. Revían fjallar um það sem mest hefur verið áberandi í bæjarlífinu að undanförnu. Brottför varnarliðsins kemur meðal annars við sögu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir