Sýna revíu um bæjarlífið

 „Við þökk­um Guði fyr­ir að búa ekki í Reykja­vík. Við hefðum hvorki haft tíma né ímynd­un­ar­afl til að skrifa um þann farsa sem þar fór í gang. Við vor­um reynd­ar að hugsa um að senda bæj­ar­stjórn­inni þakk­ir fyr­ir að láta þetta ekki ger­ast hér,“ seg­ir Rún­ar Hannah úr hljóm­sveit­inni Breiðband­inu en hljóm­sveit­armeðlim­ir sömdu revíu fyr­ir Leik­fé­lag Kefla­vík­ur sem frum­sýnd verður í Frum­leik­hús­inu annað kvöld.

Breiðbandið er þekkt fyr­ir að blanda sam­an gríni og tónlist. „Þetta var hug­mynd sem kom upp í fyrra, að fá Breiðbandið til að semja revíu fyr­ir okk­ur. Þeir skrifuðu þetta á mánuði,“ seg­ir Guðný Kristjáns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Leik­fé­lags Kefla­vík­ur og leik­ari og aðstoðarleik­stjóri í sýn­ing­unni sem nefn­ist „Bær­inn breiðir úr sér“.

„Okk­ur dauðbrá þegar við vor­um beðnir um þetta en auðvitað er þetta mik­ill heiður,“ seg­ir Rún­ar. Hann seg­ir að furðu vel hafi gengið að semja verkið. Reví­an fjall­ar um það sem mest hef­ur verið áber­andi í bæj­ar­líf­inu að und­an­förnu. Brott­för varn­ar­liðsins kem­ur meðal ann­ars við sögu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Aðrir vilja endilega létta af þér byrðinni og þá gæs er best að grípa
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Aðrir vilja endilega létta af þér byrðinni og þá gæs er best að grípa
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir