Afkomendum Elvis fjölgar

Lisa Marie Presley með fjórða eiginmanni sínum Michael Lockwood.
Lisa Marie Presley með fjórða eiginmanni sínum Michael Lockwood. AP

Afkomendum rokkkóngsins Elvis Presley mun fjölga um einn næsta haust en einkadóttir hans Lisa Marie Presley hefur greint frá því að hún eigi von á sínu þriðja barni. Þetta kemur fram á fréttavef CNN. 

Talsmaður Presley staðfestir í viðtali við tímaritið People að hún og fjórði eiginmaður hennar Michael Lockwood eigi von á barni og að þau séu himinlifandi. Lisa Marie á fyrir tvö börn með fyrsta eiginmanni sínum Danny Keough en þau eru fimmtán og nítján ára.

Hún hefur einnig verið gift poppstjörnunni Michael Jackson, í átján mánuði, og kvikmyndaleikaranum Nicolas Cage, í þrjá mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar