Britney kennir börnum dans

Britney Spears
Britney Spears Reuters

Söngkonan Britney Spears verður seint útnefnd sem móðir ársins en ef fram fer sem horfir gæti hún verið útnefnd sem kennari ársins í dansskóla einum í Los Angeles. Britney hefur nú þegar kennt þrisvar sinnum í Millennium-dansstúdíóinu en þar eru það ungir krakkar sem njóta góðs af danshæfileikum söngkonunnar en Britney hefur undanfarið reynt að slaka aðeins á í skemmtanalífinu og pilluátinu.

„Mér finnst Britney skemmtileg,“ sagði hin fimm ára gamla Elissa Bouganim í viðtali við tímaritið People en hún hefur mætt í allar kennslustundirnar sem Britney hefur haft umsjón með. „Í dag dönsuðum við fyrst hægt og svo hraðar og hraðar. Síðan gerðum við fiskahreyfinguna og fullt af öðrum skemmtilegum hlutum.“

Móðir Elissu, Pam Bouganim, segir að Britney standi sig vel í kennslunni og að hún sé vinsæl hjá krökkunum. „Það er hreint ótrúlegt að horfa á Britney með krökkunum. Elissa hættir ekki að dansa þessa dagana, það er það eina sem hún vill gera. Britney hefur veitt henni mikinn innblástur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar