Brooklyn breikaði í eigin afmælisveislu

David Beckham með sonum sínum, Romeo og Brooklyn
David Beckham með sonum sínum, Romeo og Brooklyn AP

Elsti sonur Beckham-hjónanna, Brooklyn, hélt upp á níu ára afmælið sitt með pompi og prakt síðastliðinn þriðjudag og var afmælisveislan haldin á mexíkóskum veitingastað í Los Angeles. Eins og við var að búast var ekki þverfótað fyrir frægu fólki í veislunni og á meðal þeirra sem heiðruðu pollann með nærveru sinni voru fyrirsætan Heidi Klum, leikkonan Eva Longoria Parker auk fjölda eiginkvenna liðsmanna Beckhams í Los Angeles Galaxy. David Beckam gat þó ekki verið viðstaddur þar sem hann er nú staddur á keppnisferðalagi með liði sínu í Kína.

Veislan þótti takast mjög vel og til gamans má geta að mikil fagnaðarlæti brutust út þegar afmælisbarnið og vinir hans stigu fram á gólfið og sýndu flotta breikdans-takta. Veislan var haldin á afmörkuðu svæði inni á veitingastaðnum og stóðu átta öryggisverðir vörð um gestina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup