Flugtími endaði í klósettinu

Harrison Ford við tökur á nýju Indiana Jones myndinni.
Harrison Ford við tökur á nýju Indiana Jones myndinni.

Harrison Ford sannaði það fyrir leikaranum Shia LaBeouf að ungum er ekki allt auðið.

Sagan segir að LaBeouf sem leikur með Ford í nýjustu Indiana Jones-myndinni Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull hafi suðað viðstöðulaust í Ford um að hann tæki sig með í þyrluflug að loknum tökum á myndinni en Ford er mikill flugáhugamaður og flýgur m.a. þyrlu.

Að lokum á Ford að hafa látið undan og boðað LaBeouf á flugvöllinn í Burbank í Kaliforníu. Á loft hófust þeir félagar í þyrlu Fords og síðan ekki söguna meir, eða allt þar til að þyrlan lenti því þá skaust LaBeouf út eins og eldibrandur og beinustu leið inn á klósett.

Ford mun hafa verið mjög skemmt yfir skyndilegri magakveisu LaBeoufs og þegar leikarinn ungi sneri aftur úr klósettferðinni mun Ford hafa spurt hann sakleysislega: „Jæja, hvenær eigum við svo að fara aðra ferð?“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen