Flugtími endaði í klósettinu

Harrison Ford við tökur á nýju Indiana Jones myndinni.
Harrison Ford við tökur á nýju Indiana Jones myndinni.

Harrison Ford sannaði það fyrir leikaranum Shia LaBeouf að ungum er ekki allt auðið.

Sagan segir að LaBeouf sem leikur með Ford í nýjustu Indiana Jones-myndinni Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull hafi suðað viðstöðulaust í Ford um að hann tæki sig með í þyrluflug að loknum tökum á myndinni en Ford er mikill flugáhugamaður og flýgur m.a. þyrlu.

Að lokum á Ford að hafa látið undan og boðað LaBeouf á flugvöllinn í Burbank í Kaliforníu. Á loft hófust þeir félagar í þyrlu Fords og síðan ekki söguna meir, eða allt þar til að þyrlan lenti því þá skaust LaBeouf út eins og eldibrandur og beinustu leið inn á klósett.

Ford mun hafa verið mjög skemmt yfir skyndilegri magakveisu LaBeoufs og þegar leikarinn ungi sneri aftur úr klósettferðinni mun Ford hafa spurt hann sakleysislega: „Jæja, hvenær eigum við svo að fara aðra ferð?“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir