Bandaríski leikarinn Matthew McConaughey vill nefna væntanlegan son sinn eftir uppáhalds bjórnum sínum, líkt og bróðir hans gerði.
Sonurinn verður fyrsta barn McConaugheys, en unnusta leikarans er brasilíska fyrirsætan Camila Alves. Fregnir herma að hún sé ekki par hrifin af þessari hugmynd.
Eldri bróðir Matthews, Michael, nefndi son sinn Miller Lyte, eftir bjórnum sem hann er hrifnastur af, og nú er Matthew að hugsa um að nefna sinn son Bud, eftir Budweizer bjórnum.
En Camilla er sögð ákveðin kona og munu aldrei láta þessa nafngift viðgangast.