Ekki er allt sem sýnist í sjónvarpinu

Logi Bergmann Eiðsson
Logi Bergmann Eiðsson Friðrik Tryggvason

Hinn sívinsæli sjónvarpsþáttur Stöðvar 2, Logi í beinni, þar sem Logi Bergmann Eiðsson tekur á móti góðum gestum, er þó ekki alltaf í beinni útsendingu eins og nafnið gefur til kynna. Hafa síðustu þættir verið teknir upp fyrr í vikunni og síðan sendir út á föstudögum. Að sögn Loga er gild ástæða fyrir þessum „vörusvikum“, ef þannig má að orði komast.

„Síðustu tveir þættir hafa verið teknir upp áður þar sem Bandið hans Bubba hefur verið með upptökuverið í notkun,“ segir Logi. „En í þeim þáttum sem teknir voru upp, sleppti ég minni hefðbundnu kynningu, þar sem ég býð áhorfendur velkomna í beina útsendingu. Þannig var það með Ladda-þáttinn í gær, sem var tekinn upp í Borgarleikhúsinu, enda ekki hægt að vera með beina útsendingu þaðan meðan verið er að sýna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup