Ráðstefnuhaldarar buðu Stígamótum háar fjárhæðir til styrktar starfseminni ef þau hættu aðgerðum sínum gegn fyrirhugaðri klámráðstefnu í Reykjavík fyrir réttu ári. Þá var þeim boðið að hafa kynningu á starfsemi sinni á kaupstefnunni „til að reyna að þagga niður í okkur“, að því er fram kemur í Ársskýrslu samtakanna sem út kom í gær. Stígamót mótmæltu kaupstefnunni harðlega enda telja þau tengsl milli kláms, vændis og annars ofbeldis.