Spasskí kemur í dag

Borís Spasskí
Borís Spasskí mbl.is/Golli

Borís Spasskí, fyrrverandi heimsmeistari í skák og vinur Bobbys heitins Fischers, er væntanlegur hingað til lands í kvöld. Í dag koma einnig fleiri gamlir samferðamenn og vinir Fischers úr hópi stórmeistara, að sögn Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, forseta Skáksambands Íslands.

Þeir sem koma til að heiðra minningu Fischers eru Bandaríkjamaðurinn William Lombardy, sem var aðstoðarmaður hans í einvígi aldarinnar í Reykjavík 1972, ungversk-bandaríski stórmeistarinn Pal Benko sem flúði Ungverjaland 1957 og fór um Reykjavík áleiðis til Bandaríkjanna, Tékkinn Vlastimil Hort, sem setti hér heimsmet í fjöltefli, og Lajos Portisch frá Ungverjalandi.

Erlendu stórmeistararnir munu taka þátt í sérstakri hátíðardagskrá sem haldin verður til minningar um Bobby Fischer í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu kl. 14.00 á morgun en þá hefði Bobby Fischer orðið 65 ára hefði honum enst aldur til. Dagskráin er liður í Alþjóðlegri skákhátíð í Reykjavík sem tileinkuð er minningu Fischers.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup