Waris Dirie hvarf í þrjá daga

Waris Dirie.
Waris Dirie. mbl.is

Waris Dirie, sem þekkt er fyrir baráttu sína gegn umskurði á stúlkum, fannst í Brussel á föstudaginn, þremur dögum eftir að tilkynnt hafði verið um hvarf hennar. Ekki liggur fyrir hvar hún var þessa þrjá daga, en ekkert virðist ama að henni. Dirie kom hingað til lands fyrir nokkrum árum í tengslum við útgáfu bókar sinnar, Eyðimerkurblómsins.

Dirie er 43 ára, fædd í Sómalíu. Hún var þekkt fyrirsæta áður en hún hóf baráttu sína.

Belgískir fjölmiðlar segja að lögreglan hafi fundið Dirie á gangi í miðborg Brussel síðdegis á föstudaginn. Skömmu áður hafði lögreglan lýst eftir henni um land allt, og leit hafði verið skipulögð.

Dirie er nú góðgerðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna og kom til Brussel til að halda erindi á tveim ráðstefnum um kvenréttindi, sem ESB skipulagði.

Síðast hafði sést til hennar aðfaranótt miðvikudags er hún steig upp í leigubíl og varð á brott frá hóteli sem lögreglan hafði flutt hana á. Hafði lögreglan komið henni til aðstoðar þar sem hún virtist ekki viss um á hvaða hóteli hún byggi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan