Björk Guðmundsdóttur hefur verið boðið aftur á rokktónlistarhátíðina Exit í Serbíu eftir að skipuleggjendur höfðu dregið boð sitt til baka. Björk tileinkaði lagið „Declare Independance“ Kosovo á tónleikum í Japan og kenndi hún skipuleggjendanum Bojan Boscovic um að hafa breytt hátíðardagskránni í kjölfarið af því.
Bosovic neitaði að hafa breytt dagskránni út af ummælum Bjarkar en fulltrúar söngkonunnar segjast hafa gögn sem sanna hið gagnstæða. Nú er Bosovic að reyna að gera gott úr aðstæðum við Björk og segist hann hafa skipt um skoðun varðandi ummæli hennar.
„Nú tveim vikum seinna hef ég skipt um skoðun. Við viljum sjá hana á Exit. Við erum athuga hvort þetta sé ekki örugglega heppilegur tími til að fá hana hingað“.
Kosovo lýsti nýlega yfir sjálfstæði frá Serbíu en Serbía hefur neitað að viðurkenna sjálfstæði ríkisins.