Breskt heimstyrjaldargrín selt til Þýskalands

Breska sjónvarpsþáttaröðin Allo Allo þar sem grín var gert að hernámi Nasista í Frakklandi í seinni heimstyrjöldinni verður nú sýnd í þýsku sjónvarpi í fyrsta sinn. Alls voru framleiddir 83 þættir í átta syrpur fyrir BBC Comedy á árunum 1982 til 1992 og hefur þýska sjónvarpsstöðin ProSeibenSat1 keypt sýningarréttinn.

Á vefsíðu BBC segir talsmaður BBC að þættirnir hafi ekki verið sýndir í þýsku sjónvarpi til þessa sökum þess að viðfangsefni þáttanna hafi þótt of viðkvæmt.

Í þáttunum er gert grín að Gestapo, frönsku andspyrnuhreyfingunni og Bretum. Þættirnir verða talsettir á þýsku en ekki er ljóst hvort hermt verður eftir hinum ýkta þýska hreim sem þýsku sögupersónur þáttanna notast við í hinni upprunalegu ensku útgáfu.

Á fréttavef BBC kemur fram að þættirnir hafi notið mikilla vinsælda og hafa verið sýndir í meira en 50 löndum, þar á meðal Íslandi þar sem þeir nefndust Allt í hers höndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup