Dóttir Ledgers arflaus

Heath Ledger með barnsmóður sinni Michelle Williams.
Heath Ledger með barnsmóður sinni Michelle Williams. Reuters

Faðir ástralska leikarans Heaths Ledgers, sem lést sviplega á dögunum, segist munu sjá til þess að hugsað verði vel um dóttur leikarans og móður hennar, þótt Ledger hafi ekki minnst á mæðgurnar í erfðaskrá sinni.

Kim, faðir Ledgers, segir að fjölskyldan styðji öll fyrrverandi unnustu Ledgers, leikkonuna Michelle Williams, og tveggja ára dóttur þeirra, Matildu Rose.

„Matilda nýtur óskipts forgangs hjá okkur og Michelle er mikilvægur meðlimur fjölskyldunnar,“ sagði hann. „Það verður séð fyrir þeim og Heath hefði viljað að svo væri.“

Erfðaskrá leikarans var gerð í Ástralíu árið 2003, áður en hann tók að slá sér upp með Williams og áður en hann lék í Brokeback Mountain, þar sem honum skaut upp á stjörnuhimininn fyrir að leika samkynhneigðan kúreka. Samkvæmt erfðaskránni renna allar eigur Ledgers til foreldra hans og systur.

Ledger var 28 ára gamall er hann lést í New York í janúar af of stórum lyfjaskammti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir