Það voru mikil læti – frábær stemning,“ sagði einn gesta á kveðjutónleikum hljómsveitarinnar Jakobínurínu á skemmtistaðnum Organ á laugardagskvöldið. Einnig tróðu upp hljómsveitirnar Singapore Sling og Mammút.
Húsfyllir var á tónleikunum og greinilegt að margir vildu njóta þess að sjá ungu piltana í Jakobínurínu, sem margir höfðu spáð vegferð undir bjartri frægðarsól, syngja sitt síðasta á sviði. Þeir eru orðnir þreyttir á rútuferðalögum, innantómum kynningarviðtölum og félagsskap, sem sumir segja að hæfi ekki óhörðnuðum unglingum.
Innifalin í aðgöngumiðanum á tónleikana var breiðskífa Jakobínurínu, The Last Crusade – og heitið kannski táknrænt fyrir þessa síðustu tónleika.