Sendir Britneyju kynlífsleikföng

Britney Spears.
Britney Spears. AP

Hrellirinn sem hvekkt hefur Britneyju Spears undanfarið hefur sent henni kynlífsleikföng í pósti, að því er fregnir herma. Einnig hefur hún fengið send ógnandi og dónaleg bréf, og beðið alríkislögregluna og lögregluna í Los Angeles að sjá til þess að þessum sendingum linni.

„Þetta hófst fyrir einum og hálfum mánuði,“ sagði vinur Britneyjar við bandaríska tímaritið OK! „Svo jókst þetta og núna koma stórir pakkar tvisvar til þrisvar í viku, alltaf á sama heimilisfangið en aldrei á neitt af heimilum Britneyjar.“

Í pökkunum eru „stór, rafhlöðuknúin kynlífsleikföng ... og tvö bréf, annað handskrifað ... hitt útprentað, bæði full af hótunum og dónaskap.“

Heimildamaður tímaritsins greindi ennfremur frá því að í bréfunum væru nákvæmar útlistanir á hugarórum sendandans um Britneyju - og í einum pakkanum hafi verið mynd af hvítum karlmanni á miðjum aldri með fitugt hár, og talið væri að það væri sendandinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup