Sharon Stone 50 ára

Sharon Stone er fimmtug í dag
Sharon Stone er fimmtug í dag AP

Bandaríska leikkonan Sharon Stone fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag.  Leikkonan skaust upp á stjörnuhimininn árið 1992 þegar hún lék á móti Michael Douglas í hinni vinsælu kvikmynd Basic Instinct.

Stone vakti strax mikla athygli aðeins 17 ára gömul þegar hún var krýnd fegurðardrottning Pennsylvaníu ríkis.  Fljótlega varð hún fyrirsæta hjá Ford model.  Fyrsta hlutverk hennar í bíómynd var í Woody Allen myndinni Stardust Memories árið 1980.

Hún vakti töluverða athygli þegar hún lék á móti Arnold Schwarzenegger í Total Recall árið 1990.  Að minnsta kosti hefur leikstjórinn Paul Verhoeven hrifist af henni því hann fékk henni enn stærra hlutverk í næstu mynd sinni, Basic Instinct.  Sú mynd sló rækilega í gegn og Stone varð á skömmum tíma mjög vinsæl kvikmyndaleikkona.  Eftir Basic Instinct fékk Stone að kenna á lélegu myndavali en hver myndin á fætur annarri gekk ekki sem skyldi.  Helst er að minnast á Casino, mynd Martin Scorcese, þar sem hún sýndi góðan leik og var tilnefnd til Golden Globe og Óskarsverðlauna. 

Undanfarin ár hefur ekki mikið farið fyrir henni og virðist sem leið hennar liggi í sjónvarpið, eins og hefur farið fyrir mörgum fornum stjörnum í Hollywood.  Myndir hennar rata flestar beint á myndbandamarkaðinn og svo hefur hún verið iðin við að koma fram í þáttaröðum, t.d. lék hún í allnokkrum þáttum af lögfræðidramanu The Practice.  Kannski fór síðasta tækifærið hennar í súginn þegar Basic Instinct 2 kolféll í miðasölu og fékk hrikalega útreið hjá gagnrýnendum og almenningi. 

Heimildir fengnar á kvikmyndavefnum IMDB.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir