Bubbi og Biggi í hár saman

Nokkuð hörð ritdeila hefur blossað upp á milli Bubba Morthens og Birgis Arnar Steinarssonar (Bigga í Maus) ritstjóra tónlistartímaritsins Monitor. Forsaga málsins er leiðari sem birtist í fimmta tölublaði Monitors nú í febrúar en Bubbi vill meina að þar hafi Biggi verið að reyna breyta sögu íslenskrar tónlistar frá 1980. Í leiðaranum segir m.a.: „[Bubbi] hefur aldrei verið leiðandi afl. Hann er eins og svampur sem sýgur umhverfi sitt inn og mótar sig og skoðanir sínar eftir því hvað er í gangi hverju sinni.[...] Þegar Ísland var í kreppu og allt var skítt stóð Bubbi Morthens upp úr hópnum og hélt í fána pönksins sem aðrir héldu þó á lofti.“

Þessum orðum mótmælir Bubbi harðlega á heimasíðu sinni og segir: „Biggi verður að kyngja því að staðreyndin er sú að með Ísbjarnablús breytti ég íslenskri tónlistarsögu ásamt Utangarðsmönnum. Sem og nokkrum öðrum sem fylgdu í kjölfarið. Frábið ég mér fleiri tilraunir til þess að falsa söguna frá manni sem hefur aldrei geta haldið lagi og hefur unnið sér það til frægðar að syngja falskast allra íslenskra tónlistarmanna á seinni tímum. Sá falski tónn hrakti hann frá míkrafóninum í það að gerast ritstjóri Monitors þar sem sami falski tónninn hljómar í skrifum hans.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar