John Fogerty með tónleika á Íslandi

John Fogerty ásamt John Mellencamp
John Fogerty ásamt John Mellencamp AP

John Fogerty mun halda tónleika í Laugardalshöll í lok maí.  Fogerty lék með  hljómsveitinni Creedence Clearwater Revival en hún hætti árið 1972.  Síðan þá hefur Fogerty gefið út 8 sólóplötur.

Fogerty samdi langflesta smelli Creedence og var sú hljómsveit gríðarlega vinsæl.  Á tónleikaprógrammi hans er að finna marga smelli með þeirri hljómsveit þannig að væntanlegir tónleikagestir geta farið að rifja upp smelli eins og Proud Mary, Bad Moon Rising, Have You Ever Seen The Rain og Who'll Stop the Rain svo eitthvað sé nefnt, að því er segir í tilkynningu. 

Nýjasta plata hans, Revival, hefur hlotið góðar viðtökur og búast má við að Fogerty muni taka einhver lög af henni.  Á henni er að finna ýmis lög sem túlka má sem árás á stjórnkerfi Bandaríkjanna en Fogerty, eins og margir gamlir rokkarar, hefur þótt vera ansi pólitískur í lagaskrifum sínum. 

Fyrirkomulag í forsölu verður kynnt fljótlega en seldir verða miðar í stúku Laugardalshallar, bekkina þar fyrir neðan og standandi aðgöngumiða á gólfinu. Alls verða 4.000 aðgöngumiðar í boði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar