Kanadíski söngvarinn Leonard Cohen hefur tilkynnt að hann ætli á tónleikaferð um Kanada og Evrópu í sumar en ferðin verður hann fyrsta í 15 ár. Ferðin hefst í Toronto þann 6.júní og lýkur í Vín 29. ágúst. Cohen mun meðal annars koma fram á Glastonbury hátíðinni í Bretlandi þann 29. júní, þar sem búist er við 150.000 gestum, en ekki er búið að tilkynna alla staðina þar sem hann mun spila.
Cohen, sem er 73 ára, tilkynnti þetta í gærkvöldi þegar hann var tekinn inn í frægðarhöll rokksins í New York ásamt Madonnu, John Mellencamp, og hljómsveitunum The Dave Clark Five og The Ventures.
Cohen skrifaði ljóðabækur og skáldsögur áður en hann sneri sér að tónlist en fyrsta plata hans, Songs of Leonard Cohen, kom út árið 1967.