Presley sár og reið

Lisa Marie Presley, dóttir Elvis heitins Presleys, hefur nú höfðað mál gegn breska blaðinu Daily Mail vegna umfjöllunar þess um holdfar hennar en m.a. hefur verið gefið í skyn í blaðinu að hún hafi erft óhóflega matarlist föður síns.

Presley lýsti því nýlega yfir að hún ætti von á sínu þriðja barni,og í kjölfar þess birti hún færslu á bloggsíðu sinni þar sem hún sakaði fjölmiðla um að sitja um sig eins og villihundar og spilla gleði sinni vegna væntanlegrar barnsfæðingar með særandi umfjöllun.

Segir hún að mynd sem blaðið birti af henni hafi neytt hana til að greina frá þungun sinni áður en hún hafi verið tilbúin til þess.

Fyrir á Presley átján ára dóttur og fimmtán ára son með fyrsta eiginmanni sínum Danny Keough. Hún er nú gift tónlistarmanninum Michela Lockwood en hún hefur einnig verið gift poppsstjörnunni Michael Jackson og kvikmyndaleikaranum Nicholas Cage.

Lisa Marie Presley er óneitanlega lík föður sínum í útliti.
Lisa Marie Presley er óneitanlega lík föður sínum í útliti. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar