Verk eftir Pollock selt á 8 milljónir dala

Annað verk eftir Pollock
Annað verk eftir Pollock

Verk eftir bandaríska myndlistarmanninn Jackson Pollock var selt á um 8 milljónir Bandaríkjadala, tæplega 547 milljónir króna, á Tefaf listamessunni í hollensku borginni Maastricht. Mynd Pollocks, „The Magic Flame", er talin vera frá árinu 1946 og var það evrópskur safnari sem keypti myndina. 

Í viðtali við Bloomberg segir Florian Berktold, gallerístjóri, að evrópski listaverkamarkaðurinn sé mjög sterkur um þessar myndir. Það hafi sýnt sig og sannað á uppboðum fyrr á árinu.

Í frétt Bloomberg kemur fram að færri Bandaríkjamenn hafi tekið þátt í listamessunni í ár en oft áður. En þess í stað hafi Evrópubúar sem og kaupendur frá Asíu og Rússlandi verið mjög áberandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar