Beckham hjónin vilja burt

Óánægð með vistina í Bandaríkjunum?
Óánægð með vistina í Bandaríkjunum? Reuters

Sögur herma að David og Viktoría Beckham vilji flytja frá Los Angeles.  Parið flutti til Bandaríkjanna þegar David gerðist liðsmaður L.A. Galaxy.  Sagt er að þau séu óánægð með lífið vestanhafs.

„David er mjög nákominn fjölskyldu sinni heima á Englandi og vill frekar búa þar. David vill að einhver losi hann undan samningi sínum“, var haft eftir heimildarmanni.  Einnig segir sami heimildarmaðurinn að Viktoría sé mjög áköf í að flytja til London og einbeita sér að fatalínu sem hún vill koma á laggirnar.

En talsmenn hjónakornanna segja aðra sögu. Talsmaður Viktoríu neitar fyrir að þau séu óánægð með lífið. „Þau gætu ekki verið ánægðari“. Talsmaður David kvað hann ánægðan með vistina í Bandaríkjunum og að hann vildi endilega klára samning sinn við L.A. Galaxy.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar