Tónleikahaldarar pirraðir yfir ummælum Bjarkar

Björk Guðmundsdóttir sést hér á tónleikum í Perú nýverið.
Björk Guðmundsdóttir sést hér á tónleikum í Perú nýverið. Reuters

Þegar Björk Guðmundsdóttir hrópaði „Tíbet! Tíbet!“ á tónleikum í Sjanghæ nýverið þá fór það ekki aðeins fyrir brjóstið á kínverskum stjórnvöldum heldur einnig hjá tónleikahöldurum í Kína. Þeir segja að stjórnmál hafi slæm áhrif á viðskiptin og enn verri áhrif á kínverska aðdáendur.

Menningarmálaráð Kína greindi frá því á föstudag að það ætli að herða eftirlit með erlendum listamönnum eftir að Björk hrópaði stuðningsyfirlýsinguna við Tíbet þegar hún lauk við að syngja lagið Declare Independence.

Kínverjar hafa stjórnað Tíbet með harðri hendi frá því kínverski herinn réðst inn í landið árið 1950. Þá fordæma kínversk stjórnvöld alla þá sem mótmæla yfirráðum þeirra yfir Tíbet.

Kínverska menningarmálaráðuneytið hefur sagt að ummæli Bjarkar hafi móðgað kínverska alþýðu. Þá sögðu tónleikahaldarar í Kína við fréttastofu Reuters að ummælin muni leiða til þess að verði mun erfiðara fyrir erlenda listamenn að halda tónleika í landinu.

„Það er miður að þetta hafi gerst. Ég veit að listamenn verða að standa fyrir því sem þeir hafa trú á, en hún getur ekki búist við því að þetta muni leiða til góðs,“ segir John Siegel hjá China West Entertainment.

„Ég hef áhyggjur af því að gripið verði til frekari takmarkana, nú þegar allt var að verða afslappaðra. Þá getur verið að listamennirnir vilji ekki sætta sig við meiri takmarkanir og sleppa því alfarið að koma til Kína.“

Margar stórstjörnur hafa leikið í Kína á undanförnum árum s.s. Rolling Stones og James Brown heitinn. Stjórnvöld í Kína leggja sig hins vegar fram við að sjá til þess að listamennirnir segi eða geri ekkert sem er óviðeigandi. Listamönnunum er m.a. meinað að gera eða segja nokkuð sem gæti skaðað þjóðareiningu landsins eða reitt fólk til reiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir