Fjölgun væntanleg í norsku konungsfjölskyldunni

Marta Lovísa Noregsprinsessa og Ari Behn
Marta Lovísa Noregsprinsessa og Ari Behn

Norska prinsessan Marta Lovísa og eiginmaður hennar Ari Behn eiga von á þriðja barninu, samkvæmt tilkynningu frá norsku konungsfjölskyldunni. Marta Lovísa er elsta barn Haralds V Noregskonungs og Sonju drottningar. Hún er þó ekki ríkisarfi heldur Hákon yngri bróðir hennar. Prinsessan afsalaði sér konunglegum titlum og opinberum lífeyri áður en hún giftist Behn.

Von er á barninu um miðjan október og samkvæmt tilkynningu heilsast væntanlegri móður vel og er ekki von á öðru en að meðgangan gangi vel fyrir sig en fyrir eiga hjónin dæturnar Leah Isadoru og Maud Angelicu.

Tilkynning konungsfjölskyldunnar 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Loka