Jackson bjargar Neverland

Michael Jackson hefur endurfjármagnað Neverland búgarðinn og bjargað honum frá uppboði að sögn lögfræðings Jacksons.  Búist var við að Michael myndi missa búgarðinn þar sem hann skuldaði 25 milljónir dollara, jafnvirði 1,8 milljarðs króna, í búgarðinum. 

Fram kemur á fréttavef BBC að Jackson hafi verið sagt að ef hann næði ekki að borga skuldirnar yrði Neverland settur á nauðungaruppboð í næstu viku.  L. Londell McMillan, lögfræðingur Jacksons, segir að hann hafi komist að samkomulagi við fjárfestingarsjóðinn Fortress Investment Group og muni því halda búgarðinum. 

Vinir Jackson segja að fjármálavandamál hans hafi verið ýkt í fjölmiðlum.  Neverland var lokað árið 2006 eftir að Jackson borgaði starfsfólki búgarðsins ekki laun.

Michael Jackson.
Michael Jackson. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir