Tvær kvikmyndir verða gerðar upp úr síðustu bókinni um Harry Potter, og verður sú fyrri frumsýnd í nóvember 2010, en sú síðari hálfu ári síðar.
Los Agneles Times greindi frá þessu í gær, en framleiðendur myndanna munu væntanlega tilkynna um þetta í dag.
Blaðið hafði eftir David Heyman, framleiðanda, að ástæðurnar fyrir þessu væru einfaldlega þær, að ólíkt fyrri bókunum væri ógerlegt að einfalda söguþráð síðustu bókarinnar. Það yrði einfaldlega að hafa allt með.