Bob Dylan heldur tónleika á Íslandi í sumar

Bob Dylan.
Bob Dylan. Reuters

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan mun halda tónleika í Egilshöllinni mánudagskvöldið 26. maí næstkomandi. Dylan, sem er orðinn 66 ára, er fyrir löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi og óhætt að segja að hann sé einn áhrifamesti texta- og lagasmiður síðustu áratuga.

Þetta verður í annað skipti sem Dylan heldur tónleika hér á landi, en hann kom fram á tónleikum á Listahátíð í Reykjavík árið 1990.

„Hann er víst rosalega vel upplagður þessa dagana og syngur lögin sem fólk vill heyra á tónleikum. Þannig að fólk hefur fengið það sem það vill, enda hefur hann fengið góðar viðtökur bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum,“ segir tónleikahaldarinn Ísleifur Þórhallsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir