Bob Dylan heldur tónleika á Íslandi í sumar

Bob Dylan.
Bob Dylan. Reuters

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan mun halda tónleika í Egilshöllinni mánudagskvöldið 26. maí næstkomandi. Dylan, sem er orðinn 66 ára, er fyrir löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi og óhætt að segja að hann sé einn áhrifamesti texta- og lagasmiður síðustu áratuga.

Þetta verður í annað skipti sem Dylan heldur tónleika hér á landi, en hann kom fram á tónleikum á Listahátíð í Reykjavík árið 1990.

„Hann er víst rosalega vel upplagður þessa dagana og syngur lögin sem fólk vill heyra á tónleikum. Þannig að fólk hefur fengið það sem það vill, enda hefur hann fengið góðar viðtökur bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum,“ segir tónleikahaldarinn Ísleifur Þórhallsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Loka