Bandið hans Bubba fer undir nálina: Bubbabörnum boðið upp á tattú

Vilhjálmur Örn Hallgrímsson með volduga mynd á herðablaðinu.
Vilhjálmur Örn Hallgrímsson með volduga mynd á herðablaðinu. mbl.is/Eggert

„Ég fékk mér ljóns­and­lit á öxl­ina,“ seg­ir söngv­ar­inn Hjálm­ar Már Krist­ins­son, kepp­andi í Band­inu hans Bubba.

Kepp­end­um í Band­inu hans Bubba var boðið upp á tattú í vik­unni og nýttu fjór­ir kepp­end­ur af sex sér til­boðið. „Þetta var í boði. Við mátt­um fá tattú ef við vild­um, við þurft­um ekki að gera þetta,“ seg­ir Hjálm­ar.

Villi vældi í stóln­um

„Þetta var skárra en ég hélt,“ seg­ir hann. „En Villi [Vil­hjálm­ur Örn Hall­gríms­son] fékk sér aft­an á herðablaðið og það var víst rosa­lega vont. Hann öskraði og vældi.“

Bandið hans Bubba hef­ur notið tals­verðra vin­sælda á Stöð 2 í vet­ur, en í síðustu viku var upp­safnað áhorf á þætt­ina rúm 26% hjá ald­urs­hópn­um 12 til 49 ára. Þátt­ur­inn er sá næst­vin­sæl­asti á Stöð 2 hjá þess­um ald­urs­hópi. Aðeins Am­er­íska idolið er vin­sælla, sem hlýt­ur að vera við hæfi. atli@24­stund­ir.is

Hjálmar Már Kristinsson með nýja tattúið.
Hjálm­ar Már Krist­ins­son með nýja tattúið. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þér finnst það skylda þín að deila vitneskju þinni með öðrum. Ef þú lætur óttann ekki ná tökum á þér mun allt fara vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þér finnst það skylda þín að deila vitneskju þinni með öðrum. Ef þú lætur óttann ekki ná tökum á þér mun allt fara vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant