Fíllinn Horton sló í gegn

Fíllinn Horton, sem Him Carrey talar fyrir, og vinur hans …
Fíllinn Horton, sem Him Carrey talar fyrir, og vinur hans Morton sem Seth Rogen leikur.

Teiknimynd, sem gerð var eftir bók Dr. Seuss um fílinn Horton, sló í gegn í Norður-Ameríku um helgina og fór beint í fyrsta sætið á aðsóknarlista kvikmyndahúsa. Tekjur af myndinni námu 45,1 milljón dala. Jim Carrey ljáir Horton rödd sína en hún er gerð af sömu aðilum og framleiddu teiknimyndirnar um ísöldina.

Kvikmyndin  10,000 BC, sem fjallar um ævintýri á steinöld, fór niður í 2. sætið en tekjur af myndinni námu 16,4 milljónum dala um helgina.  Í þriðja sætið fór ný mynd, Never Back Down, um dreng sem flytur til nýrrar borgar og kynnist þar bardagaíþróttum.

Myndin College Road Trip fór niður í 4. sæti  og myndin Vantage Point, sem fjallar um morð á Bandaríkjaforseta, fór í 5. sæti. Myndin The Bank Job, sem fjallar um bankarán í Lundúnum árið 1971, var í 6. sæti.

Vísindaskáldsagan Doomsday um hóp fólks sem reynir að finna lækningu við smiti einskonar dómsdagsveiru, fór beint í 7. sæti. Gamanmyndin Semi-Pro, með Will Ferrell í aðalhlutverki, fór í 8. sæti.

Í níunda sæti var myndin The Other Boyleyn Girl með Natalie Portman og Scarlett Johansson í hlutverkum systra sem keppa um ástir Hinriks áttunda Englandskonungs. Í 10. sæti var barnamyndin  The Spiderwick Chronicles.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar