Theron orðin bandarísk

Charlize Theron bregður á leik.
Charlize Theron bregður á leik. Reuters

Leikkonan Charlize Theron hefur skipt um ríkisfang og er nú orðin bandarísk. Theron, sem fæddist í Suður-Afríku, þurfti að leggja nokkuð mikið á sig til að öðlast ríkisborgararéttinn, meðal annars að gangast undir nokkuð erfitt próf. Hún segir hins vegar að þetta hafi verið draumur sinn lengi.

„Mig hefur alltaf langað til að verða Bandaríkjamaður,“ sagði hún í nýlegu viðtali. „En þetta er langt ferli og maður þarf að leggja ýmislegt á sig. Maður þarf til dæmis að vita eitt og annað, hverjir öldungadeildarþingmennirnir eru og hvernig stjórnkerfið virkar. En mér finnst mikilvægt að þeir skuli leggja þetta á mann. Ef maður býr hérna á maður að vita svona hluti.“

Theron, sem er 32 ára gömul, hefur búið í Bandaríkjunum í rúman áratug. Hún hlaut Óskarsverðlaunin sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Monster árið 2003.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir