Dómari í Los Angeles hefur fyrirskipað að Britney Spears greiði jafnvirði 28 milljóna króna í lögfræðikostnað fyrrum eiginmanns hennar, Kevins Federline, en þau standa í forræðisdeilu yfir tveimur ungum sonum þeirra. Mark Kaplan, lögmaður Federline, hafði krafist allt að 38 milljónum króna.
Stacy Philips, lögmaður Spears sagði í röksemdum sínum fyrir rétti að Federline gæti borgað sína eigin reikninga og að lögfræðingarnir okruðu á Britney en lögmaður Kevins hélt því fram að hegðun Britney hafi valdið töfum í málarekstri, og sé hún því ábyrg fyrir kostnaði.