Ísland fer fyrst á sviðið í forkeppni Eurovision

Friðrik Ómar og Regína Ósk skipa Eurobandið.
Friðrik Ómar og Regína Ósk skipa Eurobandið. mbl.is/Eggert

Eurobandið mun ganga fyrst á sviðið í forkeppni Eurovision í Belgrad í Serbíu í maí en dregið var um röð keppenda í dag. Tvær undankeppnir fara fram, 20. og 22. maí og verður íslenska lagið, This is my life, flutt síðara kvöldið. Aðalkeppnin fer fram 24. maí.

Svíar flytja lag sitt á eftir Íslendingum. Á Eurovisionvefnum esctoday.com segir, að þetta sé athyglisverð röð þar sem þessi tvö lög hafi hlotið góðar viðtökur og þau hafi nokkuð líkt yfirbragð.

Þrjú ríki í hvorri undankeppni  og eitt í úrslitunum voru dregin út og fengu að velja sér hvar í röðinni þau færu á svið. Það kom í hlut Aserbaídjan, Grikklands og Rússlands, sem keppa fyrra undanúrslitakvöldið og seinna kvöldið fá  Makedónía, Portúgal og Danmörk að ráða.

Esctoday.com 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan