Mills fær 24,3 milljónir punda

Heather Mills, t.h. ásamt systur sinni Fionu, eftir að úrskurður …
Heather Mills, t.h. ásamt systur sinni Fionu, eftir að úrskurður dómarans var lesinn upp. AP

Heather Mills fær 24,3 milljónir punda, tæplega 3,7 milljarða króna, í sinn hlut af eignum Pauls McCartney við skilnað þeirra samkvæmt úrskurði dómara í Lundúnum. Mills staðfesti þetta þegar hún ræddi við fréttamenn utan við dómhúsið í dag. Hún sagðist hafa krafist 125 milljóna punda en McCartney hefði boðið 15,8 milljónir.

Mills fær 16,5 milljónir punda í peningum og 7,8 milljónir punda í eignum. Miðaði dómarinn við að eignir McCartneys næmu um 400 milljónum punda en þær hafa til þessa verið metnar á 826 milljónir pund.  

Mills segist ekki ætla að áfrýja niðurstöðunni til æðra dómstigs en ætli að áfrýja þeirri ákvörðun dómarans, að birta úrskurð sinn. Sagði hún, að úrskurðurinn væri mjög ýtarlegur og birting hans bryti í bága við mannréttindareglur, sem tryggðu friðhelgi einkalífs.

 Dómarinn birti málsaðilum skriflegan úrskurð sinn í dag en hann var búinn að tilkynna lögmönnum þeirra Mills og McCartney munnlega um niðurstöðuna í síðustu viku. 

„Ég er afar, afar ánægð með niðurstöðuna," sagði Mills við blaðamenn. „Ég er svo ánægð með að þessu sé lokið."

McCartney ræddi ekki við fréttamenn þegar hann kom út úr dómhúsinu.

Paul McCartney yfirgefur dómssalinn ásamt Fionu Shackleton, lögmanni sínum.
Paul McCartney yfirgefur dómssalinn ásamt Fionu Shackleton, lögmanni sínum. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir