Hellti vatni yfir lögmanninn

Shackleton fyrir og eftir „skírnina“ í réttarsalnum.
Shackleton fyrir og eftir „skírnina“ í réttarsalnum. AP

Heather Mills hellti vatni yfir Fionu Shackleton, lögmann Pauls McCartneys, í dómssal í London í gær, þegar birtur var úrskurður dómara í skilnaðardeilu þeirra. Sagði Mills við fréttamenn að hún hefði „skírt“ Shacleton í réttarsalnum.

Fregnir herma að Mills hafi hellt úr vatnsglasi yfir höfuðið á Shackleton, sem mætt hafði í réttinn með uppgreitt hár, en fór þaðan vatnsgreidd.

„Heather hellti vatni á höfuðið á henni, rólega og yfirvegað ... Fiona var rennandi blaut. Allir voru steini lostnir - svona framkoma er algjörlega óviðeigandi,“ var haft eftir heimildamanni.

Mills hellti ennfremur úr skálum reiði sinnar yfir Shackleton í réttarsalnum og sakaði hana um óheiðarleika.

Shackleton hefur getið sér gott orð fyrir árangur í réttarsalnum, og hlotið viðurnefnið „Steel Magnolia.“ Hún var lögmaður Karls prins er hann skildi við Díönu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir