Hellti vatni yfir lögmanninn

Shackleton fyrir og eftir „skírnina“ í réttarsalnum.
Shackleton fyrir og eftir „skírnina“ í réttarsalnum. AP

Heather Mills hellti vatni yfir Fionu Shacklet­on, lög­mann Pauls McCart­neys, í dómssal í London í gær, þegar birt­ur var úr­sk­urður dóm­ara í skilnaðardeilu þeirra. Sagði Mills við frétta­menn að hún hefði „skírt“ Shaclet­on í rétt­ar­saln­um.

Fregn­ir herma að Mills hafi hellt úr vatns­glasi yfir höfuðið á Shacklet­on, sem mætt hafði í rétt­inn með upp­greitt hár, en fór þaðan vatns­greidd.

„Heather hellti vatni á höfuðið á henni, ró­lega og yf­ir­vegað ... Fiona var renn­andi blaut. All­ir voru steini lostn­ir - svona fram­koma er al­gjör­lega óviðeig­andi,“ var haft eft­ir heim­ilda­manni.

Mills hellti enn­frem­ur úr skál­um reiði sinn­ar yfir Shacklet­on í rétt­ar­saln­um og sakaði hana um óheiðarleika.

Shacklet­on hef­ur getið sér gott orð fyr­ir ár­ang­ur í rétt­ar­saln­um, og hlotið viður­nefnið „Steel Magnolia.“ Hún var lögmaður Karls prins er hann skildi við Díönu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þetta er góður dagur til að kaupa eitthvað fallegt. Mundu líka að draumar þínir geta orðið að veruleika ef þú ert óhræddur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þetta er góður dagur til að kaupa eitthvað fallegt. Mundu líka að draumar þínir geta orðið að veruleika ef þú ert óhræddur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir