Ný mynd um Hulk

Svona leit Hulk út í mynd Ang Lee frá 2003
Svona leit Hulk út í mynd Ang Lee frá 2003 Reuters

Ný mynd um græna risann Hulk, The Incredible Hulk, verður frumsýnd í Bandaríkjunum 13. júní nk., er fram kemur á kvikmyndavefnum IMDB.

Um er að ræða óbeint framhald af Hulk, mynd Ang Lee, frá árinu 2003 en sú mynd féll í grýttan jarðveg hjá mörgum unnendum teiknimyndasagnana og gömlu sjónvarpsþáttanna með þeim Bill Bixby og Lou Ferrigno. 

Heyrst hefur að nýja myndin sé meira í ætt við gömlu sjónvarpsþættina. Edward Norton leikur Dr. Bruce Banner, vísindamanninn sem best er að reita ekki til reiði.

Nýlega var sýnishorn myndarinnar sett á netið og margir biður spenntir eftir að sjá hvernig Hulk myndi líta út í þetta sinn.

Heimasíða myndarinnar og sýnishorn er að finna hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar