Ný mynd um Hulk

Svona leit Hulk út í mynd Ang Lee frá 2003
Svona leit Hulk út í mynd Ang Lee frá 2003 Reuters

Ný mynd um græna ris­ann Hulk, The Incredi­ble Hulk, verður frum­sýnd í Banda­ríkj­un­um 13. júní nk., er fram kem­ur á kvik­mynda­vefn­um IMDB.

Um er að ræða óbeint fram­hald af Hulk, mynd Ang Lee, frá ár­inu 2003 en sú mynd féll í grýtt­an jarðveg hjá mörg­um unn­end­um teikni­mynda­sagn­ana og gömlu sjón­varpsþátt­anna með þeim Bill Bix­by og Lou Ferrigno. 

Heyrst hef­ur að nýja mynd­in sé meira í ætt við gömlu sjón­varpsþætt­ina. Edw­ard Nort­on leik­ur Dr. Bruce Banner, vís­inda­mann­inn sem best er að reita ekki til reiði.

Ný­lega var sýn­is­horn mynd­ar­inn­ar sett á netið og marg­ir biður spennt­ir eft­ir að sjá hvernig Hulk myndi líta út í þetta sinn.

Heimasíða mynd­ar­inn­ar og sýn­is­horn er að finna hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þótt best sé jafnan að hafa öryggið í fyrirrúmi, koma þeir tímar, að menn verða stundum að hrökkva eða stökkva fyrirvaralítið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þótt best sé jafnan að hafa öryggið í fyrirrúmi, koma þeir tímar, að menn verða stundum að hrökkva eða stökkva fyrirvaralítið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir