Páll Óskar söngvari ársins

Páll Óskar Hjálmýsson.
Páll Óskar Hjálmýsson. mbl.is/Ómar

Páll Óskar Hjálm­týs­son var val­inn söngv­ari árs­ins á Íslensku tón­list­ar­verðlaun­un­um sem fóru fram í Borg­ar­leik­hús­inu í kvöld.  Páll Óskar fékk einnig net­verðlaun árs­ins og var kos­inn vin­sæl­asti flytj­and­inn.

Þá var Björk Guðmunds­dótt­ir  kjör­in söng­kona árs­ins og flytj­andi árs­ins og tóku þeir Sig­trygg­ur Bald­urs­son og Ein­ar Örn Bene­dikts­son á móti verðlaun­un­um fyr­ir henn­ar hönd. Rún­ar Júlí­us­son fékk heiður­sverðlaun Íslensku tón­list­ar­verðlaun­anna.

Hljóm­sveit­in Hjaltalín var kos­in bjart­asta von­in. 

Mug­i­son fékk verðlaun fyr­ir bestu hljóm­plötu í flokki rokk og jaðar­tón­list­ar. Hann fékk einnig verðlaun fyr­ir besta plötu­um­slagið.

Listi yfir sig­ur­veg­ar­ana er eft­ir­far­andi:

Sí­gild og sam­tíma­tónlist

Hljóm­plöt­ur

Mel­ódía. Kammerkór­inn Carmina. Stjórn­andi: Árni Heim­ir Ing­ólfs­son.

Tón­verk

Hugi Guðmunds­son. Apochrypha fyr­ir barokk­hljóðfæri, slag­verk, mezzósópr­an og gagn­virk raf­hljóð.

Flytj­end­ur

Kammer­sveit­in Ísa­fold.

JazzSkíf­ur

Hljóm­plata árs­ins

Ein­ar Scheving: Cyc­les.

Flytj­andi árs­ins

Sig­urður Flosa­son.

Bjart­asta von­in:

Hjaltalín

Tón­listarflytj­andi árs­ins

Björk

Laga­höf­und­ur árs­ins

Högni Eg­ils­son (Hjaltalín)

Texta­höf­und­ur árs­ins

Berg­ur Ebbi Bene­dikts­son (Sprengju­höll­inni)

Lag árs­ins

Ver­um í sam­bandi – Sprengju­höll­in

Söng­kona árs­ins

Björk

Söngv­ari árs­ins

Páll Óskar

Hljóm­plata árs­ins: popp/​dæg­ur­tónlist

Frá­gang­ur/​Hold er mold – Megas

Hljóm­plata árs­ins: rokk/​jaðar­tónlist

Mugi­boogie – Mug­i­son

Hljóm­plata árs­ins: ýmis tónlist

Við & við – Ólöf Arn­alds

Kvik­mynda/​sjón­varps­tónlist árs­ins

Pét­ur Ben For­eldr­ar

Mynd­band árs­ins

Gísli Darri og Bjarki Rafn The Great Un­rest -  Mug­i­son

Plötu­um­slag árs­ins

Mug­i­son Mugi­boogie

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Leyfðu hvatvísi þinni að njóta sín - allt sem þig langar til er að skemmta þér í dag. Engan leikaraskap, þú átt að koma til dyranna eins og þú ert klæddur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Leyfðu hvatvísi þinni að njóta sín - allt sem þig langar til er að skemmta þér í dag. Engan leikaraskap, þú átt að koma til dyranna eins og þú ert klæddur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell