Páll Óskar söngvari ársins

Páll Óskar Hjálmýsson.
Páll Óskar Hjálmýsson. mbl.is/Ómar

Páll Óskar Hjálmtýsson var valinn söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum sem fóru fram í Borgarleikhúsinu í kvöld.  Páll Óskar fékk einnig netverðlaun ársins og var kosinn vinsælasti flytjandinn.

Þá var Björk Guðmundsdóttir  kjörin söngkona ársins og flytjandi ársins og tóku þeir Sigtryggur Baldursson og Einar Örn Benediktsson á móti verðlaununum fyrir hennar hönd. Rúnar Júlíusson fékk heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Hljómsveitin Hjaltalín var kosin bjartasta vonin. 

Mugison fékk verðlaun fyrir bestu hljómplötu í flokki rokk og jaðartónlistar. Hann fékk einnig verðlaun fyrir besta plötuumslagið.

Listi yfir sigurvegarana er eftirfarandi:

Sígild og samtímatónlist

Hljómplötur

Melódía. Kammerkórinn Carmina. Stjórnandi: Árni Heimir Ingólfsson.

Tónverk

Hugi Guðmundsson. Apochrypha fyrir barokkhljóðfæri, slagverk, mezzósópran og gagnvirk rafhljóð.

Flytjendur

Kammersveitin Ísafold.

JazzSkífur

Hljómplata ársins

Einar Scheving: Cycles.

Flytjandi ársins

Sigurður Flosason.

Bjartasta vonin:

Hjaltalín

Tónlistarflytjandi ársins

Björk

Lagahöfundur ársins

Högni Egilsson (Hjaltalín)

Textahöfundur ársins

Bergur Ebbi Benediktsson (Sprengjuhöllinni)

Lag ársins

Verum í sambandi – Sprengjuhöllin

Söngkona ársins

Björk

Söngvari ársins

Páll Óskar

Hljómplata ársins: popp/dægurtónlist

Frágangur/Hold er mold – Megas

Hljómplata ársins: rokk/jaðartónlist

Mugiboogie – Mugison

Hljómplata ársins: ýmis tónlist

Við & við – Ólöf Arnalds

Kvikmynda/sjónvarpstónlist ársins

Pétur Ben Foreldrar

Myndband ársins

Gísli Darri og Bjarki Rafn The Great Unrest -  Mugison

Plötuumslag ársins

Mugison Mugiboogie

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir