Páll Óskar söngvari ársins

Páll Óskar Hjálmýsson.
Páll Óskar Hjálmýsson. mbl.is/Ómar

Páll Óskar Hjálmtýsson var valinn söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum sem fóru fram í Borgarleikhúsinu í kvöld.  Páll Óskar fékk einnig netverðlaun ársins og var kosinn vinsælasti flytjandinn.

Þá var Björk Guðmundsdóttir  kjörin söngkona ársins og flytjandi ársins og tóku þeir Sigtryggur Baldursson og Einar Örn Benediktsson á móti verðlaununum fyrir hennar hönd. Rúnar Júlíusson fékk heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Hljómsveitin Hjaltalín var kosin bjartasta vonin. 

Mugison fékk verðlaun fyrir bestu hljómplötu í flokki rokk og jaðartónlistar. Hann fékk einnig verðlaun fyrir besta plötuumslagið.

Listi yfir sigurvegarana er eftirfarandi:

Sígild og samtímatónlist

Hljómplötur

Melódía. Kammerkórinn Carmina. Stjórnandi: Árni Heimir Ingólfsson.

Tónverk

Hugi Guðmundsson. Apochrypha fyrir barokkhljóðfæri, slagverk, mezzósópran og gagnvirk rafhljóð.

Flytjendur

Kammersveitin Ísafold.

JazzSkífur

Hljómplata ársins

Einar Scheving: Cycles.

Flytjandi ársins

Sigurður Flosason.

Bjartasta vonin:

Hjaltalín

Tónlistarflytjandi ársins

Björk

Lagahöfundur ársins

Högni Egilsson (Hjaltalín)

Textahöfundur ársins

Bergur Ebbi Benediktsson (Sprengjuhöllinni)

Lag ársins

Verum í sambandi – Sprengjuhöllin

Söngkona ársins

Björk

Söngvari ársins

Páll Óskar

Hljómplata ársins: popp/dægurtónlist

Frágangur/Hold er mold – Megas

Hljómplata ársins: rokk/jaðartónlist

Mugiboogie – Mugison

Hljómplata ársins: ýmis tónlist

Við & við – Ólöf Arnalds

Kvikmynda/sjónvarpstónlist ársins

Pétur Ben Foreldrar

Myndband ársins

Gísli Darri og Bjarki Rafn The Great Unrest -  Mugison

Plötuumslag ársins

Mugison Mugiboogie

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka