Arthur C. Clarke látinn

Breski vísindasagnahöfundurinn Sir Arthur C. Clarke lést á Sri Lanka í gær, níræður að aldri. Hann öðlaðist heimsfrægð 1968 þegar smásaga hans, „The Sentinel,“ varð kvikmynduð undir heitinu „2001: A Space Odyssey,“ í leikstjórn Stanleys Kubricks.

Clarke fæddist 16. desember árið 1917 í Bretlandi. Hann var í breska flughernum í seinni heimsstyrjöldinni og eftir stríðið nam hann í King's College í London. Þar hlaut hann gráður í stærðfræði og eðlisfræði. Fljótlega eftir námið tók hann þátt í starfsemi „the British Interplanetary Society“ og studdi við hugmyndina að gervitungl gætu komið fjarskiptum áleiðis.

Hann skrifaði nokkrar bækur um geimkannanir en skrifaði ekki skáldsögu í þeim efnum fyrr en árið 1948. Þá skrifaði hann smásöguna  „The Sentinel“ fyrir samkeppni á vegum BBC og reyndist hún verða innblástur Stanley Kubrick leikstjóra að mynd hans 2001: A Space Odyssey. Kubrick og Clarke unnu saman að því að bæta við hugmyndina og Clarke fór að skrifa handritið með Kubrick. Um leið og Kubrick var að taka upp myndina var Clarke að skrifa bókina og kom myndin út á undan bókinni. Báðir voru þeir titlaðir sem höfundar að handritinu en Clarke var einn skráður höfundur bókarinnar. Clarke gaf út bókina „The Lost Worlds of 2001“ árið 1972 og fór hann þar nánar út í muninn á myndinni og bókinni.

Clarke var einnig sjónvarpsþulur ásamt Walter Cronkite þegar Apollo geimflaugarnar fóru út í geiminn á 7. áratugnum.  Hann tók að sér að vera kynnir í mörgum sjónvarpsþáttum sem eitthvað tengdust vísindum á 8. áratugnum.  Hann hélt áfram að skrifa bækur og árið 1982 kom út „2010: Odyssey Two“ og var hún kvikmynduð árið 1984.

Á 10. áratugnum var hann sakaður um barnaníðslu á svipuðum tíma og sæma átti hann riddaratign. Hann var hreinsaður af öllum ákærum og hlaut riddaratign sína árið 2000.

Clarke bjó á Sri Lanka frá árinu 1956. Clarke þjáðist af lömunarveiki alveg frá því á 7. áratugnum og notaðist oft við hjólastól.  Í desembermánuði árið 2007 tók hann upp kveðjumyndband handa vinum, fjölskyldu og aðdáendum.  Clarke var giftur í skamman tíma á 6. áratugnum og var barnlaus.

Heimildir fengnar á kvikmyndavefnum IMDB.

Arthur C. Clarke.
Arthur C. Clarke. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er vænlegri í samskiptum við foreldra og yfirmenn en gærdagurinn. Láttu engan komast upp með undanbrögð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sarah Morgan
3
Jenny Colgan
4
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er vænlegri í samskiptum við foreldra og yfirmenn en gærdagurinn. Láttu engan komast upp með undanbrögð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sarah Morgan
3
Jenny Colgan
4
Sofia Rutbäck Eriksson